Klöppum fyrir...

Klöppum fyrir manninum sem hafði lengi dreymt um gera eitthvað stórt, eitthvað mergjað, eitthvað ógleymanlegt, lét drauminn rætast og gerði auglýsingar fyrir Framsókn í komandi kosningum!

Klöppum fyrir þessum sama manni sem hafði lengi dreymt um að gera eitthvað flippað, eitthvað metró, eitthvað kreisí, lét drauminn rætast og lét Jón Sigurðsson vera í öllum auglýsingum Framsóknar í komandi kosningum!

Klöppum fyrir manninum sem lét langþráðan draum rætast og murkaði endanlega lífið úr níræðum stjórnmálaflokki, algerlega grímulaust, með því að gera hann jafn spennandi og sjálfdauða rollu í komandi kosningum!


Þessi maður á skilið Thule!

Viðbót: Nei, nei - hann er ekki hættur maðurinn ... bara hreinlega migið yfir líkið! Já, fandinn hafi það - klöppum bara fyrir því líka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Konráð Jónsson

Þetta er æði:

http://blogg.visir.is/denni/files/2007/04/auglysingsammisiv.jpeg

Konráð Jónsson, 26.4.2007 kl. 22:04

2 identicon

Velkomin aftur skvís;):)

Íris Björk (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 23:46

3 identicon

Haha....Þetta er bara snilld! Keep up the good work;)

Helga Lind (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 15:15

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Þá ætti sá sem gerir auglýsingarnar fyrir Vinstri Græna að fá fálkaorðuna... hjálpar okkur vonandi frá því stórslysi að þeir komist til valda

Örvar Þór Kristjánsson, 27.4.2007 kl. 15:46

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

hahahah algjör snilld

Tómas Þóroddsson, 28.4.2007 kl. 00:06

6 Smámynd: Björn Heiðdal

X-V og allir með.

Björn Heiðdal, 28.4.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband