Úrdráttur í genalottóinu

Þessi vann ekki í genalottóinuÞað verður að viðurkennast að ég er kosningalúði. Ég er nörd.

Kosningar vekja miklar tilfinningar hjá mér. Gleði, hamingju, ást, spennu, æsing, stress, vonbrigði og sorg, allt í senn ... og ég er líklega eina manneskjan í aðdáendahópi kosningapósts. Ég elska kosningapóst! Eins og æsispenntur smákrakki að morgni aðfangadags, strunsa ég að póstkassanum þegar ég kem heim á kvöldin, skima eftir gúmmelaðinu og ríf það upp úr umslaginu á nýju ungmennafélagsmeti ... og dýrðin er engri annarri lík. Silkimjúkir, höfðinglega saman brotnir, fagurlega skreyttir og flestir yfirfullir af loforðum sem aldrei verður staðið við, veita þessir bæklingar mér andlega fullnægingu. Lífsfyllingu.

Ég hef hins vegar orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með bæklingana í ár og raunar kosningabaráttuna yfir höfuð. Það fer nefnilega ótrúlega lítið fyrir málefnum. Fallegu loforðin hafa vikið fyrir ... tja, hvað skal segja ... misfallegu fólki. Það er svosem ágætt að minna sé um hin ýmsustu loforð sem stjórnmálamenn gefa á kostnað okkar skattgreiðenda, en ljóst er hins vegar að það hentar ekki öllum stjórnmálaflokkum að tefla fram fólkinu. Loforðin fara þeim einfaldlega betur en fólkið sem að baki loforðunum stendur. Svo ég tali nú bara tæpitungulaust, má segja að það hafi ekki allir verið jafn heppnir í genalottóinu hvað útlitið varðar. Það læðist raunar að mér sá grunur að sumir hafi einfaldlega ekki spilað með.

En ástæða þess að vonbrigði mín hafa orðið mikil er einföld. Ef auglýsingar með pínlegu brosi lélegra ljósmyndafyrirsæta eiga að vera þungamiðja kosningabaráttunnar, þá verður niðurstaða kosninganna mjög fyrirsjáanleg ... og baráttan þar af leiðandi mjög leiðinleg. Það þarf varla sérfræðiálit frá Heiðari snyrti til að segja með nokkurri vissu að Sjálfstæðisflokkurinn færi með stórsigur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband