Áhlaup á dómsmálaráðherra

Ungur að árumMæli með þessu.

Mér þykir fátt óréttara í stjórnmálaþrátti á Íslandi en gagnrýni sú sem Björn Bjarnason hefur fengið í gegnum tíðina. Það skal viðurkennast að ég tek hana hreinlega nærri mér.

Við vorum tvö sem tókum að okkur kosningastjórn fyrir Björn í prófkjörsbaráttu sjálfstæðismanna í Reykjavík síðastliðið haust og fékk ég þá tækifæri til að kynnast Birni og hans vinnubrögðum. Réttsýnni, duglegri eða málefnalegri stjórnmálamaður er vandfundinn. Öll hans vinnubrögð einkennast af hreinni fagmennsku fram í fingurgóma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tæknibylting!

http://blogg.visir.is/saes/2007/05/11/t%c3%a6knibylting-i-islensku-sjonvarpi/

Sæs (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Björn Bjarnason er síðasti víkingurinn í íslenskum stjórnmálum, þá meina ég það í jákvæðri merkingu þess orðs.

En af hverju notuðuð þið ekki þessa mynd af honum í prófkjörsbaráttunni? Eða er verið að spara hana fyrir forsetakosningarnar?

Magnús V. Skúlason, 11.5.2007 kl. 22:26

3 identicon

Björn er einn spiltasti sjálfgræðgismaðurinn

Siggi (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 08:37

4 identicon

Björn fékk engan dóm fyrir brot á jafnréttislögum. Það hefur einu sinni, á 16 ára ferli, komið álit um hann frá "kærunefnd jafnréttismála" - og sú nefnd hefur iðulega verið gerð afturreka frá dómstólum þegar "álit" hennar hafa verið borin undir þau. Sem var ekki gert hér. Hann sýknaði engan Árna. Það er hins vegar til maður sem heitir Árni og átti lagalegan rétt á að fá uppreisn æru. Björn ákvað að sama myndi ganga yfir Árna og aðra menn og því fékk hann það sem hann átti rétt á. Hefði það ekki einmitt sparað Sjálfstæðisflokknum vesen ef Björn hefði einfaldlega misbeitt valdi sínu og neitað honum um uppreisn æru? Það var sami Björn sem neitaði Árna um leyfi til að fara og syngja á þjóðhátíð. 

Þ. (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 09:01

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef orðalag jafnréttislaga er fylgt eftir bókstaflega þá held ég að það sé ekki til sú ráðning á Íslandi sem gæti, strangt til tekið, ekki túlkast sem brot á jafnréttislögum. Ástæða þess að það flæðir ekki allt í kærum (flóðbylgjan er a.m.k. yfirstíganleg í dag) er sú að það eru ekki allir að kæra allt sem er hægt að kæra.

Geir Ágústsson, 12.5.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband