26.4.2007 | 21:04
Klöppum fyrir...
Klöppum fyrir manninum sem hafði lengi dreymt um gera eitthvað stórt, eitthvað mergjað, eitthvað ógleymanlegt, lét drauminn rætast og gerði auglýsingar fyrir Framsókn í komandi kosningum!
Klöppum fyrir þessum sama manni sem hafði lengi dreymt um að gera eitthvað flippað, eitthvað metró, eitthvað kreisí, lét drauminn rætast og lét Jón Sigurðsson vera í öllum auglýsingum Framsóknar í komandi kosningum!
Klöppum fyrir manninum sem lét langþráðan draum rætast og murkaði endanlega lífið úr níræðum stjórnmálaflokki, algerlega grímulaust, með því að gera hann jafn spennandi og sjálfdauða rollu í komandi kosningum!
Þessi maður á skilið Thule!
Viðbót: Nei, nei - hann er ekki hættur maðurinn ... bara hreinlega migið yfir líkið! Já, fandinn hafi það - klöppum bara fyrir því líka
Athugasemdir
Þetta er æði:
http://blogg.visir.is/denni/files/2007/04/auglysingsammisiv.jpeg
Konráð Jónsson, 26.4.2007 kl. 22:04
Velkomin aftur skvís;):)
Íris Björk (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 23:46
Haha....Þetta er bara snilld! Keep up the good work;)
Helga Lind (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 15:15
Þá ætti sá sem gerir auglýsingarnar fyrir Vinstri Græna að fá fálkaorðuna... hjálpar okkur vonandi frá því stórslysi að þeir komist til valda
Örvar Þór Kristjánsson, 27.4.2007 kl. 15:46
hahahah algjör snilld
Tómas Þóroddsson, 28.4.2007 kl. 00:06
X-V og allir með.
Björn Heiðdal, 28.4.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.