Sviksamleg Samfylking

Hækkun skatta og gjalda gerðist svo sannarlega í ReykjavíkStefna Samfylkingarinnar í skattamálum er afar áhugaverð lesning þar sem hinum ýmsustu lækkunum skatta og gjalda er enda lofað nú í aðdraganda kosninga. Það sem gerir stefnuna þó hvað áhugaverðasta er að Samfylkingin virðist loksins hafa viðurkennt að sómi hafi ekki verið af valdatíð flokksins í Reykjavíkurborg.

Í 12 ára valdatíð R-listans fengu borgarbúar nefnilega tíðar fregnir af hækkunum gjalda, líkt og til að mynda hækkun fasteignagjalda, lóðagjalda og leikskólagjalda svo dæmi séu tekin úr stórum potti. Lækkun gjalda var þá ekki á stefnuskrá Samfylkingarinnar eða annarra flokka í R-listasamstarfinu. Samfylkingin hefur því væntanlega skammast sín fyrir þetta og breytt stefnu sinni nú fyrir kosningar.

Þá tókst R-listanum einnig að hækka útsvar borgarbúa í hæstu leyfilegu mörk, 13,03% í valdatíð sinni í Reykjavík. Skattpíning Samfylkingarinnar átti sér því engin takmörk. Samviskan hefur því auðsýnilega nagað Samfylkinguna úr því að nú hefur verið breytt um stefnu og lækkanir hinna ýmsu skatta eru á dagskrá Samfylkingarinnar rétt fyrir kosningar.

Þrátt fyrir að Samfylkingunni og Stefáni Ólafssyni, sé nú tíðrætt um hversu illa sé farið með láglaunafólkið í skattalækkunum ríkisstjórnarinnar, þá ber flokkurinn væntanlega fyrir sig minnisleysi þegar láglaunafólkið spyr hvar hugulsemin hafi verið þegar R-listinn var við völd í Reykjavík. Það vill nefnilega svo til að hækkun útsvars kemur sér sérlega illa fyrir þá sem hafa litlar tekjur því allir, sama hversu lágar tekjur þeir hafa, verða að greiða útsvar. Þeir sem lægstu allra lægstu tekjurnar hafa þurfa hins vegar ekki að greiða skatt vegna skattleysismarka. R-listinn skattlagði því lægstu tekjurnar miskunnar- og grímulaust með sífelldum hækkunum útsvars í valdatíð sinni. Þessu flaggar Samfylkingin hins vegar ekki nú rétt fyrir kosningar og Stefán Ólafsson, besti vinur litla mannsins, hefur væntanlega verið á heljarinnar fylleríi alla valdatíð R-listans.

Af ofangreindu má draga þá ályktun að Samfylking sé nú annað hvort að viðurkenna að hún hafi farið illa með Reykvíkinga í valdatíð sinni hér í borg eða að hún er einfaldlega að ljúga að kjósendum með loforðum sem aldrei verða efnd ef kjósendur slysast til að falla fyrir þessu! Mér segir svo hugur að síðarnefnda ályktunin sé réttari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Í Kópavogi er Sjálfstæðisflokkurinn við völd og hefur verið það í langan tíma og þar er útsvarið í botni líka. Þá er líka rétt að geta þess að Samfylkingin er ekki sama og R listinn þar voru líka m.a. Framsókn. Þá má einnig geta þess að Sjálfstæðismenn eru við völd núna í Reykjavík og hafa ekki lækkað útsvarið. Þeir lækkuðu leikskólagjöld að vísu um 25% en tóku svo nokkrum mánuðum seinna um 8% til baka. Eins þá náður þeir líka í peninga með því að hækka gjöld sem öryrkjar og eldriborgarar þurfa að borga fyrir aðstoð heima.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.5.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Góður pistill Heiðrún, mjög góður pistill og segir ansi margt um stjórntækni Samfylkingarinnar.

Guðmundur H. Bragason, 6.5.2007 kl. 00:45

3 identicon

Til þess að þegnar þessa lands geti búið í góðu jafnaðarsamfélagi án græðgisvæðingar og valdafíkn auðvaldsins, þarf að greiða hærri skatta. Þetta sést mjög vel á hinum Norðurlöndunum sem ekki geta talist misheppnuð og eru miklu fjölskylduvænni en Ísland. Ég get ekki séð skynsemina í því að vinna 52 tíma vinnuviku að meðaltali og að vera svo þjáður af efnishyggju að visareikningurinn og yfirdrátturinn valdi svefnleysi.

Kristján B. (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 07:26

4 identicon

Til þess að þegnar þessa lands geti búið í góðu jafnaðarsamfélagi án græðgisvæðingar og valdafíkn auðvaldsins, þarf að greiða hærri skatta. Þetta sést mjög vel á hinum Norðurlöndunum sem ekki geta talist misheppnuð og eru miklu fjölskylduvænni en Ísland. Ég get ekki séð skynsemina í því að vinna 52 tíma vinnuviku að meðaltali og að vera svo þjáður af efnishyggju að visareikningurinn og yfirdrátturinn valdi svefnleysi.

Kristján B. (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 08:23

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Er Kristján B. raunveruleg manneskja, eða var einhver að skjóta svona ljómandi beint í mark á það hvernig hið íslenska vinstri talar?

Geir Ágústsson, 6.5.2007 kl. 09:48

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef draumsýn ykkar um eignarhald örfárra á Íslandi öllu með auðlindum lands og sjávar þá munu óþarflega margir verða að gjalda fyrir þann draum. Þá verða skattlagningar R listans fagur blómvöndur í öllum þeim samanburði.

Í dag eru flestir smærri útgerðarmenn okkar skattpíndir leiguliðar örfárra lukkuriddara Íhalds og Framsóknar. Jarðir sem losna úr ábúð bænda eru keyptar af auðmönnum á verði sem enginn nýliði í bændasétt ræður við.

Spurningin er hvort þetta land okkar sé land fólksins eða einhverra annara.

Frelsi einstaklingsins! Hvar liggja möguleikar einstaklingsins í vaxtaumhverfi okkar í dag?

Það er góð regla að sjá fyrir sér áfangastaðinn þegar lagt er upp í langa ferð með mikinn fjölda af farþegum.

Árni Gunnarsson, 6.5.2007 kl. 12:01

7 identicon

einfallt svar til þín Kristján minn, bara eyða minna eða loka kortinu. það er engin að biðja þig að vera í neyslukeppni við nágranna þinn. mér finnst alveg ótrúlegt að sjá það, að meiri hluti stuðningsmanna Samfylkingar og V-grænna skuli vera fólk sem er svo afbrýðisamt útí þá sem hafa meiri peninga en það sjálft, Árni er þar talandi dæmi um það. málið er bara svo einfallt að hver maður býr til sýna framtíð og sína auðlegð ef hann vill það, frelsi einstaklingsins til þess að gera hvað sem honum langar, jafnvel mótmæla Kárahnjúkum ef hann vill það.

"flestir smærri útgerðarmenn okkar skattpíndir leiguliðar örfárra lukkuriddara Íhalds og Framsóknar."  - ég tek þessu sem þú hafir aldrei komið nálægt útgerð. þetta er einfaldlega bara vitleysa í þér.

"Jarðir sem losna úr ábúð bænda eru keyptar af auðmönnum á verði sem enginn nýliði í bændasétt ræður við."  - hverjir eru það sem eru að selja þessar jarðir? eru það ekki bændurnir sem leigðu þær undir ábúð. það er þá þeirra val hvort þeir leigji þær öðrum hæfum mönnum til ábúðar.  en staðreyndin er bara sú, að það er bara ekki mikill áhugi hjá fólki í dag að fara útí landbúnað.

"Það er góð regla að sjá fyrir sér áfangastaðinn þegar lagt er upp í langa ferð með mikinn fjölda af farþegum."  - alveg sammála þér með það, enda sé ég fyrir mér efnahgslega kjarnorkusprengju ef V-flokkar ná að mynda saman ríkistjórn. ég sé það að þú ert á þeim aldri, að þú ættir að muna það hvernig ástandið var í þessu þjóðfélagi þegar seinasta vinstri stjórn var við völd í þessu landi! 36% verðbólga, og ekki einu sinni peningar til þess að malbika götur í miðri Reykjavík og hvað þá þjóðveginn. held að þetta lýsi því best hvernig ástandið mun verða þegar fólk sem talar út um rassgatið á sér kemst til valda.

Leifur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 14:09

8 identicon

einfallt svar til þín Kristján minn, bara eyða minna eða loka kortinu. það er engin að biðja þig að vera í neyslukeppni við nágranna þinn. mér finnst alveg ótrúlegt að sjá það, að meiri hluti stuðningsmanna Samfylkingar og V-grænna skuli vera fólk sem er svo afbrýðisamt útí þá sem hafa meiri peninga en það sjálft, Árni er þar talandi dæmi um það. málið er bara svo einfallt að hver maður býr til sýna framtíð og sína auðlegð ef hann vill það, frelsi einstaklingsins til þess að gera hvað sem honum langar, jafnvel mótmæla Kárahnjúkum ef hann vill það.

"flestir smærri útgerðarmenn okkar skattpíndir leiguliðar örfárra lukkuriddara Íhalds og Framsóknar."  - ég tek þessu sem þú hafir aldrei komið nálægt útgerð. þetta er einfaldlega bara vitleysa í þér.

"Jarðir sem losna úr ábúð bænda eru keyptar af auðmönnum á verði sem enginn nýliði í bændasétt ræður við."  - hverjir eru það sem eru að selja þessar jarðir? eru það ekki bændurnir sem leigðu þær undir ábúð. það er þá þeirra val hvort þeir leigji þær öðrum hæfum mönnum til ábúðar.  en staðreyndin er bara sú, að það er bara ekki mikill áhugi hjá fólki í dag að fara útí landbúnað.

"Það er góð regla að sjá fyrir sér áfangastaðinn þegar lagt er upp í langa ferð með mikinn fjölda af farþegum."  - alveg sammála þér með það, enda sé ég fyrir mér efnahgslega kjarnorkusprengju ef V-flokkar ná að mynda saman ríkistjórn. ég sé það að þú ert á þeim aldri, að þú ættir að muna það hvernig ástandið var í þessu þjóðfélagi þegar seinasta vinstri stjórn var við völd í þessu landi! 36% verðbólga, og ekki einu sinni peningar til þess að malbika götur í miðri Reykjavík og hvað þá þjóðveginn. held að þetta lýsi því best hvernig ástandið mun verða þegar fólk sem talar út um rassgatið á sér kemst til valda.

Leifur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 14:14

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það eina sem ég þarf að segja þér Heðirún er eftirfarandi ábending:

Ég stend betur að vígi en þú í þessum samanburði öllum vegna þess að ég var þátttakandi í samfélaginu á tíð vinsri stjórnar og margra annara ríkisstjórna á undan henni. Reyndu ekki að gera þig að meira flóni en þú líklega ert með því að afgreiða mína lífsreynslu með aulalegum fullyrðingum byggðum á trúarbrögðum pólitískra kennisetninga sem þér hafa greinilega verið rækilega innrættar.

Ég hef flakkað milli flokka eins og það er kallað og oftar en einu sinni stutt Sjálfstæðisflokkinn. Þar gafst ég fljótt upp vegna margra og fjölmargra uppgötvana á dragúldinni forréttindaspillingu sem ekkert er heilagt.

Ég er svo blautur bak við eyrun í þekkingu á útvegsmálum að hafa um 30 ára skeið unnið við allar aðferðir fiskveiða ásamt fiskvinnslu, verkstjórn, eigin fiskverkun, útflutningi og um nokkurt skeið starfsmaður ríkisins við eftirlit á ferskum fiski. En með þína þekkingu og reynslu að baki telur þú þér fært að lýsa vanþekkingu minni á þessu máli öllu og það muni vera ástæða þess að ég tali "út um rassgatið á mér".

Varaðu þig á því greyið mitt að þú gætir átt það á hættu að verða metin í samræmi við þín eigin orð. Það yrði skelfileg reynsla.

Árni Gunnarsson, 6.5.2007 kl. 20:56

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Árni Gunnarsson, ég vara þig við því að álíta sjálfan þig of kunnugan skóginum af því þú stóðst lengi fyrir framan tré.

Geir Ágústsson, 6.5.2007 kl. 21:01

11 Smámynd: Heiðrún Lind

Kæri Árni. Þú virðist haldinn þeim misskilningi að ég hafi svarað þér á kommentakerfinu. Ég hef hvorki lýst vanþekkingu þinni á nokkurn hátt né fullyrt að þú notir óæðri endann til tjáningar. Þá verður það varla fyrr en á mig vex yfirvaraskegg að ég kjósi að kalla mig Leifur. Taldi rétt að leiðrétta þennan misskilning þinn.

Hins vegar áskil ég mér rétt til að vera algerlega ósammála þér. Skattpíning, lík þeirri sem R-listinn stundaði, verður aldrei fagur blómvöndur, aðilar selja jarðir sínar með samningsfrelsið að vopni og auðlindir landsins eru best nýttar í höndum einkaaðila - svo fáein dæmi séu tekin.

Heiðrún Lind, 6.5.2007 kl. 21:31

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér er skylt að biðjast afsökunar á þeirri glópsku að eigna þér annars manns orð og geri það sannarlega. Vísa jafnframt hvatvíslegum ályktunum mínum til rétts viðtakanda. Vísun mín í blómvöndinn var auðvitað ekki tengd aðdáun á meintri skattpíningu heldur viðmið til samfélagslegs hryllings þar sem græðgin ein ræður för. Að setja lög sem banna græðgi er aðgerð sem ég sé nú ekki fyrir mér. Hinsvegar hugnast mér ekki þegar græðgin á sér engan tilgang annan en þann að þjóna sjálfri sér. Og þegar auðsöfnun lítils hóps í örsamfélaginu Íslandi er farin að skekkja alla ímynd fólks um réttlætið, þetta ofurviðkvæma fyrirbæri þá er vont í efni í innviðum þess samfélags.

Hugnist þér sú sýn að örfáir einstaklingar eða eháeff eignist allar bújarðir á Íslandi og reki kjöt-og mjólkurverksmiðjur verður þú að eiga þá draumsýn óáreitt. Og enn vil ég undirstrika að það er ekki refsivert þó einhver kaupi fyrir verð það sem boðið er til sölu. En hvað sem öllum þinglýsingum á verðmætum líður þá er samfélagið sameign okkar sem í því tökum þátt. Þessvegna er ásýnd samfélagsins eðlilegt umræðuefni á öllum tímum.

Kompássþátturinn í kvöld undirstrikar með óyggjandi rökum í minnstu smáatriðum sem niðurstöðu að efasemdir mínar um að einhver rök liggi að baki einkanýtingu auðlindanna á fiskimiðunum önnur en botnlaus græðgi og bullandi pólitísk spilling er rétt. Með því öllu hef ég líka fylgst frá fyrstu dögum og sakna þess hversu margar sannanir fyrir mínu máli eiga þó enn eftir að koma fram þó sú hætta fylgi að þær sannanir komi of seint.

Ég vil ekki úrskurða um hvaða sýking veldur því að til skuli vera fólk sem leggur nafn sitt við þau rök sem réttlæta að einni stærstu auðlind þjóðarinnar er nú stefnt til tortímingar á skömmum tíma við óbreytt ástand. Ég læt læknisfræðinni það eftir en hana nennti ég aldrei að leggja stund á.

En spaklegar ályktanir ráðlegg ég Geir Ágústssyni að þróa betur og gefa sér ekkert eftir fyrr en hann nær árangri. Þar held ég að eljusemin geti bætt margt upp sem sýnilega er nú ábótavant.

Kveð svo með mestu vinsemd að sinni.

Árni Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 00:00

13 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

OECD hefur bent á að skattheimta hefur hvergi aukist meira en á Íslandi síðustu 10 árin, eða frá 33% af landsframleiðslu upp í 41%. Það er því pínu fyndið að benda á R-listann til að minna á einhverja skattpíningu -- þegar ríkistjórn íslands á heimsmet í hækkun skatta síðustu 10 ára, þar sem 90% launamanna borga skatt af stærra hlutfall af laununum sínum.

Pínu fyndið að stuðningsmenn ríkistjórnarinnar séu að halda því fram að OECD sé bara ljúgandi vinstri menn.. ef ég vitna samt í "vinstri" manninn með sömu tölurnar og OECD þá segir Stefán Ólafsson um breytingar á skattheimtu á milli 1995 og 2005; "Tekjuskattar einstaklinga og fjölskyldna fóru um leið úr 10% af landsframleiðslu í um 15%. Í fyrra voru teknir af heimilunum um 50 milljarðar í tekjuskatta umfram það sem hefði verið ef skattbyrðin frá 1995 væri óbreytt. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launaþróuninni hefði hlutur tekjuskattsins ekki aukist svona."

Skemmtilegt þegar hægri mennirnir grípa síðan til þess ráðs að fela sig bak við hagvöxtinn sem hefur aukist svona mikið, og þess vegna sé í lagi að skattheimta hækki líka. Skattheimta annarra þjóða er að lækka þrátt fyrir að hafa meiri hagvöxt en Ísland -- Finnland og Írland hafa t.d. lækkað skattheimtu sína um 2% á þessum árum, á meðan við hér á Íslandi höfum hækkað skattheimtu um nær 10%

Frjálshyggjumennirnir í Sjálfstæðisflokknum verða bara að fara vakna upp við þá staðreynd að þeir eru í íhalds flokki sem hefur aukið ríkisútgjöld gríðarlega, aukið skattheimtu mest af öllum OECD löndum, aukið styrki til landbúnaðarkerfisins mjög mikið og farið í stærstu ríkisframkvæmdir íslandssögunnar. OK! það er búið að einkavæða banka og síma, en Austur Evrópa gerði það líka, nýskriðin undan kommúnismanum þannig að það telst varla til afreka. Það að kenna sig við frelsi og frjálshyggju og kjósa X-D er bara þversögn - maður gæti alveg eins kosið Framsókn.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 9.5.2007 kl. 16:32

14 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

http://inhauth.blog.is/blog/inhauth/ << bara svona til að ýta undir það sem ég er að segja.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 10.5.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband