Ögmundur slapp ómeiddur

Lögreglan í Reykjavík handtók 1378 mótmælendur í kröfugöngu á Laugaveginum í dag. Mótmælendunum var afar heitt í hamsi og kröfðust þeir þess meðal annars að kjarasamningar yrðu afnumdir fyrir fullt og fast. Fólkið lét afar ófriðlega og kastaði meðal annars eggjum, súrum gúrkum, flöskum og flugeldum að lögreglunni. Allt ætlaði þó um koll að keyra þegar óánægður lýðurinn hóf að kasta Ögmundi Jónassyni í lögreglumenn.

Ögmundur laskaðist eilítið í volkinu, en kvaðst þó ótrauður ætla að halda áfram að kvelja verkalýðinn með grímulausum sósíalisma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Hahaha, vel mælt.

Að kasta eggjum, súrum gúrkum, flöskum og flugeldum að lögreglunni er vafasamt - en að fleygja rusli á almannafæri er lögbrot, trúi ég ...

Jón Agnar Ólason, 1.5.2007 kl. 13:43

2 identicon

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:22

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

hehehe.

Fannar frá Rifi, 1.5.2007 kl. 18:21

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Er þetta fyndið?

Auðun Gíslason, 2.5.2007 kl. 10:35

5 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Þetta var "drep"fyndið Auðun Pétur

Guðmundur H. Bragason, 6.5.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband